Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

TINY VIKING - íslensk hönnun

TINY VIKING - íslensk hönnun

Umfjallaðar vörur eru allar keyptar af greinahöfundi og færslan ekki kostuð. 

Ekki fyrir svo löngu poppaðu upp krúttlegar barnavöru myndir á instagram 'explore' síðunni. Síðan var Tiny Viking, sem er íslensk hönnun úr smiðju Tinnu Lind Laufdal textílhönnuðar. Ég kolféll strax fyrir naghringjunum og leikföngunum hennar sem eru gerð úr 100% lífrænum efnum og eru eiturefnalaus. 

Þar sem ég á von á mini me í nóvember, fannst mér hönnunin hennar Tinnu standa vikilega uppúr varðani bæði hönnun, notagildi og svo eru vörunar hennar einstaklega fallegar. Ekki skemmir að vörunar eru góðar fyrir tilvonandi dóttur mína. 

Eftir langa umhugsun ákvað ég að slá til í að panta af tinyviking.net. Það var í raun bara spursmál um hvenær ég myndi panta af síðunni, það var bara svo erfitt að velja hvaða liti af vörunum ég vildi. Væri helst til í að eiga eitt af hverjum lit bara til að eiga til skiptana en það er kannski of mikið, segi ég og er með allt nánast í körfu tilbúið fyrir næstu pöntun. Geymi það til betri tíma. 

Það er 20% afsláttur af tinyviking.net frá 3-10júlí og ég sem ætlaði bara að versla eina vöru endaði með að kaupa naghring, snudduband og skó en fékk svo þessa sætu slaufu með í kaupauka. 

Fékk pakkann minn frá Tiny Viking í gær (miðvikudag) en ég pantaði á mánudaginn og voru vörunar því rétt 3 daga að berast í pósti. Nokkuð gott!

Mæli eindregið með Tiny Viking hvort sem að þið séuð að fara eignast barn, með barn í tanntöku eða eruð að leita af fallegri gjöf. 

Hér fyrir neðan eru allir linkar inná síður tiny viking ef þið viljið skoða vörunar betur. 

Instagram -  Facebook - Heimasíða 

BLUE+GREY

BLUE+GREY

WOW CYCLOTHON 2017

WOW CYCLOTHON 2017