Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

DIY vol.2

DIY vol.2

Litla monsan þarf að vera inní svefnherbergi hjá okkur, Ragga fyrst um sinn. Þar sem við erum ekki með sér barnaherbergi. 

Mig langaði þó að reyna gera krúttlega aðstöðu fyrir litlu monsuna okkar og lífga aðeins uppá veggina til dæmis. Var búin að skoða pinterest og etsy ásamt fleiri síðum í leit að innblæstri. Eftir ekki svo langa leit fann ég innblásturinn og það á snapchat hjá frænku hans Ragga. Hún hafði teipað (að ég held) tvær Origami myndir með svörtu teipi sem voru allveg stórkostlega fallegar. Fór ég því aftur að leita á stóra veraldvefum að Origami myndum til að gera líka. Ætlaði að finna einhver teip í litum en svo fann ég flotta tölvuteiknaða mynd sem er svipuð fuglinum hér fyrir neðan, þar sem að útlínunar voru skildnar eftir auðar/hvítar.

Leggið niður málingarteip eins og sú mynd sínir sem þið viljið gera og málið yfir allann strigann. Meðan málingin er enn þá blaut, reynið að ná teipinu af án þess að allt fari í klessu. Ef einhverjar klessur myndast sem getur komið fyrir, ekki örvænta. Takið þá bara hvíta málingu eða þann til sem passar við bakgrunninn og lagið til eftir á. Passið að myndin sé orðin ALLVEG þurr. 

Fuglinn er gerður á mjög svipaðann hátt og refurinn. Leggið niður teipið en teipið einnig allann þann flöt sem þið viljið ekki að litist. Ég noðaði einnig venjulegt þykkt málingarteip til að vera fljótari að fylla upp í eyðunar. 

Kanínan var erfiðust af öllum. Virkar einföld en það var ekki fyrr en ég fattaði að leggja niður enn einu sinni teipið í þeirri mynd sem ég vildi. Svo var farið með venjulegt málingarteip og fyllt að því teipi sem ég var búin að leggja niður. Þar á eftir var fyrsta teipið, rifið upp svo að auðar línur mynduðust. Eftir það er bara að mála.

Gerði fyrst refinn og fannst takast ágætlega eftir klukkutíma vinnu allt í allt. Raggi stakk þá uppá að hefa fleiri en eina mynd og ég var allveg sammála honum. Fór því með systir minni að kaupa fleiri stiga. Allt í allt tók það um 3-4 klukkustundir að klára þessar þrjár myndir en systir mín aðstoðaði mig með að teipa eftir teipinu sem ég lagði niður fyrir kanínuna. 

Keypti alla strigana í Verkfæralagerinum, þið getið valið um endalausar stærðir og gerðir sem er æði og striganir eru ekki svo dýrir. Hennti því miður kvittunni minni og man ekki hvað hver stigi kostaði né stærðinar. Málingarteipið er mjög fíngert en hægt var að velja um tvær mismunandi stærðir í Verfæralagerinum og ég keypti báðar gerðir. Refurinn og fuglinn eru með fíngerðara teipinu og kanínan því þykkara sem er samt bara um 1 cm á breidd.

Málingin er einnig að mestu leiti frá Verkfæralagerinum en þau eru með mjög mikið magn af málingu og litarúrvalið stórkostlegt. Þar sem ég ætlaði bara að gera eina mynd til að byrja með, keypti ég mini túbur af akríl málingu í nokkrum mismunandi bleikum tónum, gráu og gyltu. Átti fyrir heima rose gold og hvítann. 

Verð bara að segja að ég sé nokkuð sátt með útkomuna og hlakka til að hengja myndinar uppá vegg. 

ROMANTIC HALO

ROMANTIC HALO

SOFT PINK

SOFT PINK