Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

Hvert fórstu?

Hvert fórstu?

Voruði búin að sakna mín? kannski ekki. 

Ætli það séu  ekki komnir um 3 mánuðir eða jafnvel lengra síðan ég bloggaði seinast. Þá var ég að skrifa fyrir Pigment.is í stuttan tíma. Hvarf svo sporlaust af nánast öllum samfélagsmiðlum og skaut upp kollinum öðru hvoru á Instagram.

Hvert fór ég? Ekki langt, sit enn fyrir framan sömu tölvuna í sama stólnum. Margt aftur á móti hefur gerst síðan ég spjallaði við ykkur seinast. Ég er ólétt, sem er ein af þeim ástæðum fyrir að ég tók mér ágætlega langa pásu. Morgunógleðin gerði það að verkum að mig langaði ekkert að farða mig eða eyða tíma í að taka myndir, hvað þá sitja fyrir framan tölvu. Orkan er samt sem áður öll að koma aftur og því hef ég ákveðið að gefa blogginu mínu annan séns. 

Mig langað þó að hafa bloggið aðeins öðruvísi en seinast. Núna mun ég blogga um allt sem mér dettur í hug, förðun, heimilið, lífið, hreyfingu og já, það sem mér dettur í hug. 

Við skulum byrja upp á nýtt saman, með tómu bloggi og nýjum færslum en ef þið viljið skoða gamlar færslur þá er það hægt. Ég ákvað að henda færslunum ekki og þið getið fundið þær með að ýta á línunar þrjár uppí vinsta horni. 

Knús á ykkur og hlakka til að eyða tíma með ykkur <3

PREGGERS LIKE BEYONCÉ

PREGGERS LIKE BEYONCÉ