Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

DIY vol.1

DIY vol.1

Það var núna um áramótin sem ég sá fyrst "Butterfly" bast stól. Heima hjá Guðný, konu frænda hans Ragga. Hún hafði spreyjað stólinn svartann og ég hreinlega missti mig, sat í stólnum allt kvöldið eins og prinsessa. 

Eftir það kvöld hófst leitin mikla, held að ég hafi googlað og leitað af eins konar stól í næstum fimm mánuði. Að lokum játaði ég mig sigraða og gafst upp, hvað gerir mamma mín þá? Haldiði ekki að hún hafi fundið stólinn til sölu á Bland.is, ekki einn heldur tvo. Keypti reyndar bara þennann eina, hef ekki pláss fyrir tvo í íbúðinni okkar. 

Næst var það að versla nokkra hluti til að gera stólinn aðeins skemmtilegri. Hef kostnaðinn af öllu með til að hægt sé að sjá heildarkostnaðinn. 

  • Baststóll / 15000kr (keyptur notaður)
  • Dupli-Colour lakk prey frá Bauhaus í litnum 7011 x5 /995kr
  • Hvítt efni 70x70cm frá IKEA  / 746kr
  • Ludde Hvít gæra (motta) frá IKEA / 7490kr

    Heildar kostaður 28.211kr

Var mjög heppin með veður, sól í tvo daga með minniháttar vind en vind engu síður. Ástæðan fyrir að ég notaði fimm brúsa af spreyji var útaf vindinum, sem át líklega 30-40% af hverjum brúsa. Leifði svo stólnum að þorna í 24tíma þar til stólinn var orðinn 100% þurr. Á meðan beðið var, hjálpaði mamma mér að sauma koddaver yfir fallega eldrauða (með hjörtum) púðann sem fylgdi stólnum. Gæran sem ég keypti passaði rétt svo á breiddina á púðann, en ég saumaði gæruna fasta eftir að klippa hana aðeins til. Vildi ekki að gærann myndi renna af púðanum, að þurfa endalaust að færa hana til og laga. 

 Finniði þrjá hunda? Einn af þeim er tuskudýr. 

Finniði þrjá hunda? Einn af þeim er tuskudýr. 

WOW CYCLOTHON 2017

WOW CYCLOTHON 2017

THE REST IS DRAG

THE REST IS DRAG