Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

SOLSTICE

SOLSTICE

Ef þið kannist ekki við þessa ljóma palettu frá Sleek þá er ég hætt!. Nei oki ekki hætt... Solstice palettan frá Sleek er ein vinsælasta "highlight" palettan eins og staðan er í dag. Ekki bara hér á Íslandi heldur eru allir helstu erlendu förðunar bloggarar, youtube-arar og snapparar að lofa þessa dásemd. Verð reyndar að viðurkenna það að ég kaupi alltof oft vörur sem að ég sé aðra tala um og dásema, án þess að hafa skoðað vöruna sjálf (keypt á netinu). Vildi svo skemmtilega til að það var tilboð af Sleek förðunarvörunum á Heathrow flugvellinum (terminal2) í London, gat þar skoðað palettuna aðeins og var fljót upp að afgreiðsluborði eftir það.

Í Solstice palettunni eru fjórir bjartir "highlight" litir og hver af fætur öðrum bjartari en sá fyrri. Myndin hér fyrir ofan er allveg hræðileg! Það er bara ekki hægt að lýsa hveru fallegir þessir litir eru í eigin persónu. Palettan kemur með litnum bursta sem ég persónulega nota ekki, nota yfirleitt ekki burstana sem koma með vörum. 

Hlakka svo mikið til í að nota þessa elsku, held að ég og fleiri bloggarar notum ekki (yfirleitt) vörunar fyrr en við erum búin að taka myndir af tilteknum vörum. Óháð því hvort það verði svo fjallað um þá vöru. 

Hér á Íslandi er hægt að versla Solstice palettuna á haustfjord.is.  

Eina sem ég get sagt að lokum að fólk hefur ekki náð að segja hverju falleg þessa paletta er! Mikið flottari en ég þorði að vona. Hæpsins virði og mikið meira en það. 

BLUE FIX

BLUE FIX

CHOCOLATE

CHOCOLATE