Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MAIN STAIN

MAIN STAIN

Ég hef verið algjörlega samtvinnuð Anastasia Beverlyhills Dipbrow í 3 ár núna og hef ekki verið að prófa mig áfram þegar kemur að augabrúnavörum! EN, ég fékk sent augabrúna vöru frá Poni Cosmetics  sem heitir Main Stain og er í svipuðu formi og Dipbrow frá ABH.

Eins og sést á myndinni hér yfir neðan þá féll ég í ofplokkunar grifjuna þegar ég var yngri og hárin uxu ekki öll til baka. Vil því grát biðja ungar stelpur um að plokka sig ekki sjálfar. Sem betur fer er augabrúna tískan orðin aðeins betri og augabrúnir í þykkari kanntinum eru vinsælli. Sem gerir það á sama tíma erfiðara fyrir okkur sem eru ekki með þykkar og miklar augabrúnir.

Hér á myndinni fyrir ofan er ég búin að setja Main Stain frá Poni í litnum Thoroughbred sem er deksti liturinn. Renni svo alltaf augabrúna geli með lit í gegnum hárin til að gera augabrúninar náttúrulegri.

OFFICE MAKEUP

OFFICE MAKEUP

UNICORN PARTY

UNICORN PARTY