Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

LUST 004

LUST 004

Held að ég hafi aldrei verið eins spennt að opna pakkningu utan af snyrtivöru eins og núna! Fékk email frá Sephora um daginn þar sem ég er í VIB Rouge klúbbnum hjá þeim um að Pat McGrath Lust 004 varalita settin væru komin og gat því pantað í forsölu áður margir aðrir gátu pantað. Sem betur fer! Settin seldust upp á Sephora.com en eru enn til á Kanadísku Sephora.com. Verandi snyrtivöru fíkill eða horder eða hvað annað sem snyrtivöru bloggarar eru, þá bara varð ég að kaupa Lust 004 Everything settið sem innihélt allar þær vörur sem hægt var að fá. Kostaði samt bara um 16.000kr. Já 16.000kr er mikið en settið innihélt 6 varaliti, 3 glimmer, gull pigment og glært gloss, semsagt 11 vörur eða um 1450kr hver hlutur. Ég mun allavega ekki sofa illa eftir þessi kaup.  

Hægt er að kaupa varalitina staka eða einn í pakka og svo er hægt að kaupa fjögur mismunandi sett. Settin innihalda tvö varaliti, pigment og gloss. Svo er hægt að fá "allt" eins og settið sem ég keypti sem inniheldur allar vörunar. 

Pat McGrath settin hafa verið útum allt á netinu undanfarið og glimmer varirnar sem eru innblástur Lust 004 settana eru heitasta trendið daginn í dag. Getið fylgt Pat McGrath á instagram (hér). 

Þetta er Gull pigmentið og glossið stakt og svo blanað saman. Þessar tvær vörur eru í öllum settum. Nema þegar keyptir eru stakir varalitir. 

Bloodwine settið inniheldur varalitin í Blood 1 og Blood 2 auk rauðu glimmeri til að nota með. ég held að ég eigi ekkert glimmer sem er eins fínt malað og glimmerin frá Pat McGrath. Verður því gaman að prófa á augun líka. 

Var mest stressuð fyrir Flesh settinu en það er að venjast. Flesh settið inniheldur varalitinn í Flesh 1 og Flesh 2 og svo Rose Gold glimmer. Flesh 1 verður held ég minnst notaður af öllum 6 litunum en hann er aðeins og ferskjulitaður fyrir minn smekk. Læt hann samt virka með einhverri förðun, einn daginn. 

Vermillion Venom er mitt allra uppáhalds sett af öllum. Venom 1 og Venom 2 eru hreint dásamlegir litir. Glimmerið sem fylgir er bjart rautt og ég get ekki beðið með að farða mig með þessum vörum. 

Formúlan á varalitunum er mjög flott, litamikil og mjúk. Þó svo að varaliturinn sjálfur innihaldi ekki eins mikið og hefðbundinn varalitur þá þarf einnig fáranlega lítið til þess að þekja varirnar fullkomlega. 

Eru settin nauðsynleg? Nei... en fyrir förðunar áhugamenn eins og sjálfa mig þá er þetta sett nánast safngripur sem má leika sér með. Pat McGrath Lust 004 settin eru öll Limited Edition og því er gaman að hafa náð einu. Sé eftir að hafa ekki keypt highlighter frá merkinu þegar þeir komu núna fyrr á árinu. En það er ekki hægt að kaupa allt! 

THE POWER OF MAKEUP

THE POWER OF MAKEUP

POINT ZERO

POINT ZERO