Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

IZZY by RayBan

IZZY by RayBan

Á svo sætann kæró sem að gaf mér ný sólgleraugu um daginn. Ég hef verið að leita af nýjum gleraugum í frekar langann tíma, stolist í að vera með gleraugun hans Ragga á meðan. Já, verið að leita að gleraugum síðan seinasta ágúst en þá flaug ég léttilega af hjólinu mínu og braut fínu RayBan sólgleraugun mín. 

Þessi sólgleraugu (á myndinni fyrir ofan) fann hann í Eyesland versluninni í Glæsibæ þegar hann var í mælingu fyrir nýjar linsur. Gleraugun virka grá við fyrstu sýn en svo þegar þeim er snúið eða séð frá öðru sjónarhorni þá breytast þau í bleik/rauð/fjólublá og glerið breytist frá appelsínugulu yfir í bleikt. Það sem mér þykir aftur á móti best við sólgleraugun er að þau heita í höfuðið á mér. Svona óbeint og eiginlega alls ekki, þau heiti IZZY og fyrir þau sem ekki vita er að ég bjó úti í Ástralíu 2006 og var þar kölluð Izzy. 

Fékk að heyra það í dag að ég væri mjög töffaraleg með þau og ég er hjartanlega sammála. Mun rokka þessi sólgleraugu í sumar. 

Vona að þið eigið góðann dag. 

JOKER

JOKER

OTHEREARTHLY

OTHEREARTHLY