Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

UNBOXING IÐUNNBOX august

UNBOXING IÐUNNBOX august

Verð að viðkenna það að ég var svo staðráðin að ég væri með spetember box og því beið ég svona lengi! Ruglaði mig pínu að Boxið berist í lok mánaðar. Sá nefnilega status á Facebook um daginn status frá einni sem bað sáran um að ekki yrði bloggað stax um boxið. Þá meinti hún að ekki blogga um boxið fyrr en sirka allir væru búnir að fá sitt box í hendunar og gætu opnað það með upplifun. Ekki vitað hvað væri í boxinu og haft gaman að því að sjá allt í fyrsta skipti sjálf. Mér fannst það svo skiljanlegt að ég ákvað að geyma aðeins með að sýna ykkur hvað var í Ágúst boxinu frá IðunnBox (sem ég hét að væri september box). 

Tók mynd af IðunnBox í síðasta mánuði og þá passaði allt fullkomlega í boxið sitt sæta. Núna! nei ég held sko ekki! Boxið var svo stútfullt af allskonar góðgæti að mér brá smá. 

LA Girl Paletta frá Fotia.is ég veit ekki hvort allir fengu sömu gerð en mín paletta inniheldur fallega hlýja gylta og berja liti. 

Evo Brush/Be Belle frá Shine.is er bursti sem minnir mig á tannbursta, verður gaman að sjá hvernig burstinn dreifir farða eða hyljara. 

Blending Sponge/Be Belle frá Shine.is er klassískur förðunar svampur sem er frábær með farða, hylgjara og púðri. 

Garnier Maski - Fæst í Krónunni og Hagkaup. Hef ekki prófað maskann en ég er maska sjúk og get ekki beðið eftir að prófa þennann. Maskinn á að vera raka og orkugefandi.

Meraki Wipes frá mai.is eru blautþurrkur sem eru snilld í að taka burtu farða fjlótt og auðveldlega. Sérstaklega henntugt fyrir þau sem eru lítið máluð yfir daginn. 

Lúxus prufa af Cloé ilmvatni en full stærð er fáanleg í Lyfju, Hagkaup og Lyf&Heilsu

Svo voru tvær prufur frá St. Tropez, önnur prufan er brúnkukrem sérstaklega fyrir andlit og hin er einnig fyrir andlit en í olíuformi. 

Finnst hreint æðislegt að fyrir 6990kr á mánuði er  maður að fá box sent heim til sín með flottur vörum sem gaman er að prófa og nota. Ekki sakar að fyrir þessar 6990kr ertu að fá 5 vörur í fullri stærð! Æðislegt... svo er gaman að fá nokkrar prufur alltaf auka með til að prófa, elska allt mini og ilmvatnir frá Cloé er komið uppí hillu mðe öllum hinum mini ilmvötnunum. 

Gæti ekki mælt betur með IðunnBox! Kíkjið inná idunnbox.is og skráið ykkur fyrir septemberboxið, get ekki beðið eftir að sjá hvað verður í boxinu. Hægt er að skrá sig fyrir stakann mánuð (6990kr) og svo í 3mánuði (19.500kr)

PURPLE OMBRE

PURPLE OMBRE