Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

IÐUNNBOX UNBOXING september

IÐUNNBOX UNBOXING september

Ég er alltaf eins og lítið barn sem sefur ekki daginn fyrir jól útaf spenningi, til að opna pakkana. Þannig líður mér alltaf þegar Iðunn Box pakkinn kemur heim að dyrum í lok hvers mánaðar. Eins og venjulega þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum. 

Pakki september mánaðar er algjör dekur pakki. Andlitshreinsar, skúbbur, naglalakk ofl. 

Apricot Face Scrub frá Anatomicals / Coolcos

Lýsingin sjálf aftan á vörunum frá Anatomicals er sprenghlægileg. Miðað við lýsinguna þá á skrúbbinn að hjálpa til að losa um öll óhreinindi í húðinni. Hlakka mjög til að prófa þennann skrúbb.

Puffy The Eye Bag Slayer frá Anatomicals /Coolcos

Gel gríma sem er notuð á augun til að draga úr baugum. ég hef oft séð svona grímur í bíó myndum en aldrei átt svona sjálf. Var að prófa hana rétt fyrir þessa færslu og sit með hana á enninu eins og er. Dregur mjög vel úr þrotanum í hringum augun. Passið bara að setja grímuna ekki í frystirinn og ekki örbylgjuofn!

Sand Tropes Naglalakk frá Esssie /Hagkaup, Lyf & Heilsa

Virkar eins og mjög fallegur nude litur, hef aldrei prófað Essie naglalakk. Set kannski inn aðra færslu þegar ég prófa. Þarf að fara í naglalagfræringu fyrst. 

Drops of The Sun / The Body Shop

Ég sá þessa dropa notaða á youtube um daginn. Setur einn til 2-3-4-5 dropa útí meikið eða dagkremið til að gefa húðinni smá auka lit. Ég er alltaf pínu smeik við svona vörur, bara því ég er svo hvít og ég hef ekki hætt mér í að nota brúnkukrem í LANGANN tíma. En liturinn virkaði flottur á stelpunni í videoinu og þetta virkaði enganvegin erfitt, þannig aldrei að vita nema ég prófi. Góð leið til að halda aðeins í sumarið!

Face Cleanser frá First Aid Beauty / Fotia

Ég hef fína reynslu af vörum frá First Aid Beauty og hlakka til að prófa þennann andlitshreinsir sem var í boxinu. Hreinsirinn á að vera góður fyrir viðkvæma húð og er á allra parabena, sulfates og phthalates (sem ég veit ekki hvað er)

Þessar vörur vörur eru allar í fullri stærð eða lúxus stærð af prufum. 

Auk þess voru prufur af andlitshreinsi frá Bliss og Paula's Choice, auk Glycolic Acid "exfoliant" frá Paula's Choice.

Ég verð að segja að mér finnst September boxið ÆÐI! Mikið af vörum sem ég er mjög spennt að prófa og einnig vörur sem ég sé að ég mun geta notað aftur og aftur. 

Iðunn Box setur öðru hvoru teaser inn á Facebookið hjá sér og ég er strax farin að hlakka til að næsti pakki kemur. Í næsta kassa verður meðal annars Tanja Yr Cosmetics!

Að lokum eins og alltaf, ef ykkur langar að prófa Iðunn Box þá kostar kassinn 6.990kr fyrir hvern mánuð eða 19.500kr fyrir 3 mánuði. Hægt er að skrá sig í áskrift inná Idunnbox.is 

JUST A LITTLE INSTAGRAM

CLICK STICK

CLICK STICK