Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

ÉNERGIE DE VIE

ÉNERGIE DE VIE

Fyrir rúmum mánuði fékk ég þessa fallegu gjöf frá Lancôme á Íslandi til prófunar. Hafði sjálf samband við Lancôme eftir að hafa séð mynd af Énergie De Vie vörnunum á Instagram fyrir löngu, í því samhengi að vörulínan væri frábær fyrir fólk sem er mikið á ferðinni og vantar aukna orku fyrir húðina. Út frá nýju vinnunni minni sem Flugfreyja þá fannst mér tilvalið að testa þessar vörur, bæði fyrir og eftir flug. Hef verið að nota Énergie De Vie húðlínuna núna í rúmann mánuð, (4vikum fyrir fyrsta flug og út fyrstu 5 flugin). Allar vörunar eru hannaðar til að draga úr bólgu, vera orkugefandi og andoxandi auk þess að vera mjög rakagefandi. 

Áður en ég fer að segja frá minni reynslu fyrir hverja vöru, skal hafa í huga að ég er með blanda húð með smá yfirborðs þurrk. Énergie De Vie gæti því virkað aðeins öðruvísi á þig en mig. 

"Liquid Care" er þunnfljótandi og virkilega rakagefandi krem sem má bæði nota kvölds sem morgna. Ég nota tvær pumpur fyrir allt andlitið í kringum augun meira að segja, tvær pumpur eru yfirdrifið nóg (er með meðalstórt andlit). Kremið gefur mikið raka búst fyrir húðina útaf Glyserininu og Hyaluronic sýrunni í kreminu sem einnig hjálpar til að halda andlitsfarðanum á allann daginn (einskonar primer í leiðinni) sem er auka plús og ekki auglýst sem slíkt.  

"Pearly Lotion" rakavatn sem hægt er að nota á tvo vegu. Settur í bómul fyrir náttúrulega ljómandi áferð eða sett nokkra dopa milli handanna og þrýst þétt (en létt) á yfirborð húðar fyrir ljóma búst. Ég hef verið að nota seinni aðferðina á hverju kvöldi fyrir svefn. Serum kennda rakavatnið gefur húðinni þvílíkann raka og mjög þægilega tilfinningu. Þar sem húðin mín er mjög blönduð, var ég frekar smeik við rakavatnið til að byrja með þar sem að perlunar minna á olíu en eftir fyrstu dagana var ég orðin húkt. Nota einungis nokkra dopa af rakavatninu, dreifi því örlítið milli handana og svo þrýsti þétt (samt létt) yfir andlitið. 

Nú skulum við ræða uppáhalds vörunuma mína úr allri Énergie De Vie línunni. Nætur maski, sem ég hef verið að nota á hverju einasta kvöldi í staðinn fyrir krem undanfarin mánuð og rúmlega það, þar sem að húðin mín hefur verið einkennilega þurr uppá síðkastið. Áferðin fannst mér einkennileg fyrst þegar ég prófaði maskann. Gelkenndur en samt svo kremaður. Set maskann alltaf í frekar þunnu lagi fyrir nóttina og bíð í kannski 10-15 mín áður en ég fer að sofa. til að leifa maskanum að ganga aðeins inní húðina áður (tími honum ekki á koddann). Húðin vaknar alltaf fersk þrátt fyrir baugana sem ég hef náð mér í, var að skoða húðina mína mjög náið uppvið spegilinn á dögunum og hún hefur aldrei verið eins góð. Vil meina að maskinn sé aðal ástæða þess. 

Prófaði svo maskann á Ragga seinustu helgi, eftir að hann fór út að hjóla (án SPF) og brann aftaná hálsi. Setti maskann í aðeins þykkara magni en venjulega á brunann (eina kremið sem ég var með meðferðis). Daginn eftir var húðin laus við allann roða, þvílík tilviljun að ég hafði prófað þetta. Þegar ég hugsa útí seinasta mánuð þá hef ég verið laus við allann roða í húðinni líka, þrátt fyrir að hafa verið úti að mála húsið með fjölskyldunni og sleppt SPF aðeins of oft. 

Mæli hiklaust með Énergie De Vie línunni frá Lancôme en ef þið eruð að spá einungis í einni vöru þá held að þið sjáið á skriftunum hvaða vöru ég myndi velja (maskann). 

AMORE MATTALLICS

AMORE MATTALLICS

DARK DESIRES

DARK DESIRES