Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

DRENCHED METALS

DRENCHED METALS

Í nokkra mánuði hefur mig dreymt um að eignast palettu frá Violet Voss, núna þegar ég á eina þá langar mig í hina líka. 

Drenched Metals er kaldtónaðari palettan af tvem sem er í boði hjá Violet Voss á Lineup.is. Kaldtóna en samt með helling af hlýjum litum í bland. Formúlan er mjög kremuð og þétt, ekki skemmir að á "swatch" myndunum (fyrir neðan) þá þurfti ég aldrei að setja meiri lit, renndi fingrinum fram og til baka (x3) í palettunni og svo fram og til baka (x3) á hendina. 

Get ekki sagt mikið annað um þessa dýrindis palettu nema það að ég virkilega mæli með henni! Alls ekki oft sem að ég nota sömu palettur nokkra daga í röð en það gerðist með þessa. Litirnir eru bara svo óstjórnlega flottir. Allt förðunardótið mitt var ofaní kössum og töskum meðan ég var að setja upp nýja aðstöðu og ég hreinlega gróf mig eftir þessari palettu til að hafa á meðan. 

Hægt er að versla Drenched Metals á Lineup.is á 7.490kr sem er hlægilegt verð fyrir svona marga liti!. 

LAVENDER

LAVENDER

RED CARPET RED

RED CARPET RED