Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

COTTON

COTTON

Ekki láta ykkur bregða fyrir bolaskiptunum á myndunum, tók myndir af mér fyrir og eftir í hvítabolnum en einhvernvegin voru engar myndir í fókus. Tók myndina af mér í græna bolnum daginn eftir með smá kinnalit og búin að laga augabrúninar en ekkert meira, ekki einu sinni hyljara. 

Langaði að sýna ykkur smá fyrir og eftir mynd af Sculpting Exellent farðanum frá Make Up Store. Ég er í litnum Cotton sem er ljósasti liturinn og henntar mjög ljósri húð vel. Áferðin á farðanum er þykk en ekki það þykk að farðinn verði að "cakeface". Ég nota spaðann og geri nokkrar doppur hér og þar á andlitinu, tvær á hvora kinn, eina doppu á höku, nef og enni. Ótrúlegt en satt þá finnst mér áferðin á faðanum extra flott með Beautyblender og þeir sem þekkja til mín vita að ég er ekki svampa kona. Þekjan er góð, mætti segja að þekjan væri medium til full þekja. Húðin fær aðeins að njóta sín í gengum farðan sem mér finnst mjög fallegt. Notaði einmitt þennann farða í brúðarförðun um daginn og vá hvað húðin á brúðurinni var falleg. 

Held að ég eigi um 30 mismunandi farða og nota kannski 3-5 mestalagi. Ástæðan fyrir því er að flestir farðar fara strax í allar línu línunar (sem ég er ekki með) á andlitinu mínu. Sculpting Exellent fór ekkert í línur á mér og því er farðinn komin í baðherbergis skúffuna mína. Nei, það fá síður en svo allar vörur að fara í þá skúffu og er það því heiður og þær vörur verða hluti af daglegri rútínunni minni. 

CHI CHI

CHI CHI

BLUE FIX

BLUE FIX