Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

CHEEKATHON

CHEEKATHON

Þessi gersemi varð mín á dögunum þegar foreldrar mínir komu frá New York. Ef þið hafið skoðað vörulistana undir myndunum mínum seinasta ár (á gamla blogginu líka) þá hafiði tekið eftir ást minni á Hoola sólarpúðrinu frá Benefit. Hoola er fastur gestur í flest öllum förðunum sem ég geri á sjálfa mig og einnig á marga af þeim sem koma til mín í förðun. 

Cheekathon er paletta sem inniheldur "full size" vörur af öllum kinnaliitum og sólapúðrum í föstuformi sem að Benefit bíður uppá (að mér vitandi). Verð að viðurkenna að ég hef ekki ennþá prófað litina á andlitinu mínu, einfaldlega ekki haft tíma fyrir það. 

Hér er "swatch" af öllum litunum. Dandelion, Dallas, Coralista, Hoola og Rockature. Rockature er með glimmer yfirlag sem fer eftir fyrstu notkunn að mestu leiti. 

Ef þið eruð á leið til bandaríkjanna eða í búð þar sem Benefit er til sölu þá mæli ég eindregið með að stoppa og kíkja betur á þessa palettu. Palettan er algjört æði og sakar ekki hvað þú ert að fá mikið fyrir peninginn, miðað við að kaupa litina staka. 

 

CASHMERE

CASHMERE

APHRODITE

APHRODITE