Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

CELLULAROSE x By Terry

CELLULAROSE x By Terry

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum hversu mikið ég dýrka By Terry vörurnar í heild sinni. Hef verið fastur gestur í Madison Ilmhús nánast frá opnun búðarinnar. By Terry fyrir mér er lúxus, ilmurinn, pakkningarnar og þjónustan sem fylgir By Terry hefur alltaf verið 100%. 

Það eru nokkrar vörur sem ég tel vera nauðsynlegar þegar kemur að umhirðu húðar eins og hreinsir, andlitskrem, augnkrem ofl. Svo eru nokkrar vörur sem eru góðar sem auk skref, auka skrefin tel ég vera auka dekur fyrir húðina. Langar að sýna ykkur tvær vörur sem ég dýrka að bæta við í daglegu rútínuna mína öðru hvoru. 

Micellar Water hreinsir (öll merki) er oftast þekkt sem letinginn og ég gæti ekki verið meira sammála en á góðann hátt! Oftar en ekki er ég lítið máluð yfir daginn, samt með léttann farða, maskara og augabrúnir og stundum er ég enganvegin að nenna að þrífa húðina með 2-3 mismunandi hreinsum t.d. augnfarðahreinsi og andlitshreinsi. Micellar Water hreinsirinn frá By Terry hreinsar burtu allann þann farða sem ég er með á húðinni. Hef prófað þó nokkrar tegundir af Micellar hreinsum og það eru einungis tveir sem fengu sitt eigið pláss í skápnum mínum. By Terry Micellar water hreinsirinn er annar þeirra. 

Ég nota Micellar Water hreinsirinn með bómullarskífum. Bleiti bómullinn vel en samt ekki svo að hann sé á floti. Strík svo bómulli yfir andlitið og voila, andlitið er orðið hreint. ATH að þið þurfið nokkar bómullarskífur, fer eftir hversu mikinn farða þið eruð með. Ég nota oftast ekki meira en 5 skífur og bleiti þær allar í einu. Ef ég er með mikinn farða (full glam) þá renni ég léttilega Micellar Water hreinsinum yfir andlitið fyrst og svo fer ég með auka hreinsi eftir á, bara til að vera viss um að andlitið sé 100% hreint eftir annann farðann. 

Dual Exfoliation kornahreinsirinn er án efa sá besti sem ég hef prófað! og ég meina þá besti!. Kornin eru ekki of stór en ná samt að "róta" aðeins upp dauðu húðfumunum. Í bland við kornin er svo þægileg gel formúla sem þarf ekki að beyta upp í, þegar formúlinni er nuddað yfir andlitið þá breytist gelið í létta olíu út frá hita húðar. Það þarf ekki mikið af kornahreinsirinum, ég nota baun á stærð við 1.krónu og nudda honum léttilega yfir allt andlitið (ekki augu). Með kornahreinsum þá á ekki að nudda þétt heldur mjög léttilega, kornahreinsir á að rétt svo að taka dauðar húðfrumur en ekki rispa húðina. 

Af öllum vörum frá By Terry, þó það sé húðvörunar eða snyrtivörunar, er léttur rósa ilmur. Er venjulega mjög viðkvæm fyrir ilmum en rósa ilmurinn er ekki að erta nefið mitt. Vildi bara taka það fram ef einhverjir eru mjög viðkvæmir fyrir ilm eins og ég. 

Mæli í fullri hreinskilni að þið skottist niðrí Madison Ilmhús og skoðið vöruúrvalið. Að koma inní búðina er eins og koma inn í annann heim. Svo fallegt allt og virkilega góð þjónusta!

MON PARIS

MON PARIS

BURNT ORANGE

BURNT ORANGE