Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

CASHMERE

CASHMERE

Það er ekki ósjaldan sem ég kíkji við á gamla vinnustaðinn minn Make Up Store, aðalega til að knúsa hana Margréti og líka til að pota og fikta í nýjungunum. Eins og margir hafa kannski tekið eftir er að margt hefur breyst hjá Make Up Store seinustu misseri og þá auðvitað fyrsta sem maður tekur eftir er að pakkningarnar eru allar nýjar. Nýju pakkningarnar eru flottari að mínu mati heldur en þær gömlu og staflast einnig betur ofaní skúffur og "kit" töskunar. Var fljót að renna augum á nýjar gloss pakkningar (sem ég hélt að væri gloss), svartar stílhreinar en með flauelis loki (spurning hversu lengi ég næ að halda því hreinu). Varan var langt frá því að vera gloss eins og ég hélt við fyrstu sýn, heldur er Make Up Store komin með sína gerð af "liquid" varaliti. Það eru þrír litir í boði með flauelis loki en þeir eru einnig mattir, hægt er að velja svo úr þremur litum af glossuðum "liquid" varalitum.

Varan að undarlegum ástæðum flokkast undir sem gloss eða það stendur allavega "lip gloss" á pakkningunni sjálfri en formúlan er mött, mætti segja því að þetta væri einskonar flauelis gloss. Formúlan er mjög kremuð og auðveld í ásettningu, þornar ekki fullkomlega mött en mattur engu að síður. Það sem er gott við að varaliturinn þorni ekki allveg mattur er að hann þurrkar ekki varinar en hann mun þá smitast pínu og er ekki kossheldur. Var með litinn Cashmere á mér í gær, í rúmlega 5tíma og hann haggaðist ekki á mér. Cashmere er muskaður kald bleiktóna litur (er allveg snillingur í að lýsa litum). 

Vona innilega að Make Up Store komi með fleiri liti í þessari "gloss" formúlu, langar í þá alla núþegar. Matta gerðin er á 2.990kr.

CHOCOLATE

CHOCOLATE

CHEEKATHON

CHEEKATHON