Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

AMORE MATTALLICS

AMORE MATTALLICS

Held að allar vinkonur mínar þekkja þennann veikleika hjá mér, varalitir + Limited Edition. Metallic varir eru eitt af trendunum sem allir eru að missa sig yfir og auðvitað varð ég að vera memm. Er ekki mikið fyrir glossa og vil helst bara vera með "mattar" varir. Missti mig því pínu yfir fljótandi varalitunum frá Milani, þurrir og metallic. 

Verð að vara ykkur við samt sem áður, það er sterk vanillu/frosting/köku lykt af varalitunum og gætu því ekki henntar þeim sem eru viðkvæmir fyrir ilmum en það gæti bara verið nefið mitt sem er viðkvæmt. Litirnir eru einu að síður virkilega fallegir og mun ég ekki láta ilminn trufla mig.

Matterialistic, Raving Matte, Dramattic Diva, Mattely In Love, Automattic Touch, Matte About You

Um leið og það er komin svona mikið sansering í snyrtivörur, þá þynnist oft formúlan og eru því ekki allir litirnir eins lita miklir og sá næsti, auðvelt er samt að setja aðra umferð ef þarf.

Get enganvegin sagt að ég hafi mikla reynslu þegar það kemur að metallic varalitum enda eru þetta þeir einu sem ég á (í bili). Milani varalitirnir eru samt sem áður sagðir einu af þeim bestu á markaðinum sem stendur, þrátt fyrir að margir séu að koma með metallic varir núna. 

Uppáhalds litirnir mínir eru Matteralistic og Mattely In Love. Milani er hægt að kaupa inná Haustfjord.is á 2.490kr og það eru nokkir litir núþegar uppseldir so get them while you can. 

UNICORN PARTY

UNICORN PARTY

ÉNERGIE DE VIE

ÉNERGIE DE VIE