Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

ROSE BOOM BOOM

Gerði færslu fyrir löööööngu um sumar2016 línuna frá By Terry sem heiti Sun Cruise og ég steingleymdi að sýna ykkur betur varalitinn sem ég talaði stuttlega um í færslunni. 

Þeir sem þekkja mig vel og í raun ef þið hafið lesið gamla bloggið mitt, vitiði að ég er venjulega ekki fyrir glansandi varaliti. Sú gerð af varalitum á það til í 99% tilfella að renna til eftir 5min. Eftir þessar 5 mín eða svo eru varalitir komnir upp að nefi og niðrá höku. Ákvað samt að gefa varalitnum í litnum Rose Boom Bomm tækifæri. Þremur tímum seinna og varaliturinn er enn á! Hann er farinn að dofna en ekki renna til... Áferðin er mjúk og minnir á varasalva, varirnar mínar eru allavega að gefa þessum varalit stórann plús. 

MY HOME x CRAYON ART

BEAUTY KILLER

BEAUTY KILLER