Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

VIOLET VOSS x LAURA LEE

VIOLET VOSS x LAURA LEE

Nýjasta viðbótin í Violett Voss safninu er paletta sem í samstarfi við Youtube-arann Laura Lee. Hafði ekki hugmynd um hver Laura Lee er en fannst palettan bara svo falleg, hún Lee hlaut því að vera klassa skvísa.

Verð að segja að ég hef ekki orðið vonsvikin af Violet Voss Palettu hingað til, á bara tvær en það er allt annað mál. Hlakka til að prófa litina betur og sýna ykkur förðun. Aldrei að vita nema að YouTube stöðin mín lifni við aftur á næstunni.

Röð tvö er hiklaust uppáhalds af allri palettunni og væri ég sjúk í að heil paletta væri eingöngu með þessari áferð. Mér hreinlega brá! Þegar ég rann fingrinum yfir úlliðinn, allveg ótrúlegt hvað þessir litir eru flottir. Vill svo til að allra uppáhalds liturinn minn úr palettunni heitir 1988 sem er árið sem ég er fædd á.

Það er enginn primer undir litinum! Renndi bara litla fingri nokkrum sinnum fram og til baka fyrir hvern lit. Palettan inniheldur 10 matta liti og 10 sanseraða liti, nokkrir af sanseruðu litunum mætti kalla Foil liti þar sem að þeir eru kreisí glansandi og kremaðir. Takið eftir hversu ljós fyrsti liturinn er, hann sést ekki einu sinni á minni ofur ljósu húð.

Violet Voss er til sölu inná Lineup.is og er á 7490kr fyrir áhugasama, minnir að þessi tiltekna paletta sé Limited Edition og því er um að gera að hafa hraðann á.

BURNT ORANGE

BURNT ORANGE

OFFICE MAKEUP

OFFICE MAKEUP