Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

THE POWER OF MAKEUP

THE POWER OF MAKEUP

Var á röltinu í Vancouver, Canada um daginn og auðvitað lá leiðin í Sephora. svo lengst útí horni á standi sem sneri upp við vegg í algjörum felum leyndust nokkru eintök af settinu. Afgreiðsludaman viðurkenndi fyrir mér við afgreiðslukassan að þær hefðu gert þetta að viljandi til að settið myndi ekki seljast upp á núll einni. Datt því lukkupottin að ná einu eintaki af The Power of Makeup palettunni/settinu frá Too Faced sem var unnin í samstarfi við eina af mínum uppáhalds Youtube-erum henni Nikki Tutorial.

Fyrir ykkur sem þekkið ekki til Nikkie Tutorial, hún er stelpa frá Hollandi sem gerir youtube myndbönd og hefur starfað við youtube í mörg ár. Ég hef fylgst með myndböndum hennar í nokkur á núna en það var myndbandið Power of Makeup sem kom henni á kortið. Frá því að vera þekkt yfir í að vera ein sú vinsælasta. The Power of Makeup var aðalega til að sýna öllum að föðrun er tjáning en ekki gríma til að fela sig á bakvið. Förðun er hægt að þvo af sér í lok dags og gera aftur og aftur og breyta og betrum bæta endalaust. 

Palettan er mjög fjölhæf, fallegir náttúrulegir litir með smá poppi af fallegum björtum litum. Það er enginn litur í palettunni sem mér finnst ónothæfur. Hlakka til að gera förðun í fleirtölu með þessum litum. 

Ég hef reyndar ekkert meira um settið að segja nema að það er ÆÐI! 

Prófaði alla litina á hreina húð með engum primer. Litirnir eru allir mjög lita miklir og flottir, ekki skemmir að það er súkkulaði lykt af bronzerinum.

MAI BILLSBEPAID

MAI BILLSBEPAID

LUST 004

LUST 004