Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MON PARIS

MON PARIS

Mon Paris... Held að það sé nánast ekki hægt að koma orði á hversu flottur þessi ilmur er!

Mon Paris er nýjasti ilmurinn eða konan, frá Yves Sait Laurent. Ég segi konan þar sem að hver ilmur frá YSL táknar nýja konu og hennar sögu. Verð að segja að ég hálf roðnaði við söguna af Mon Paris. Til að gera söguna internet hæfa þá hljómar hún í stuttu máli sirka svona.

Það að vera ástfangin er kynþokkafullt og það að er í lagi að missa sig aðeins í ástríðunni.

Þannig er allavega mín túlkun. Mon Paris er það sem kallast Chypre ilmur en Chypre ilmir eru oftar en ekki sterkir og miklir en þó svo að Mon Paris tilheyri þeim flokki af ilmum þá er hann meira hreinn og ferskur en á sama tíma kynþokkafullur. Þegar ég hef lesið umsagnir af ilmum þá hef ég ekki alltaf skilið hvar þessi skrifendum dettur í hug þessi lýsingarorð á ilmum en já Mon Paris er kynþokkafullur ilmur. Það sem gerir ilminn svo enn meira lokkandi og kynþokkafyllri er Datura blómið sem í miklu magni er sagt að losi hömlun og ýtir undir kynþokka en það þarf meira en smá ilmvatn til að finna fyrir áhrifum Datura blómsins að fullu. 

Fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim frá kynninarpartýi YSL Íslands, var að prófa ilminn. Vissi reyndar allveg um leið að þessi ilmur myndi fara mér, áður en ég fann ilminn sjálfan og áður en ég heyrði um konu ilmsins. Ástæðan það að ilmvatnið sjálft er bleikt var nóg, einhverja hluta vegna hafa allir ilmir sem ég get notað og þá meina ég dags daglega, verið bleikir! 

Meira að segja Raggi nefndi hversu góður ilmurinn væri eftir að finna ilminn leika um íbúðina. Verðið að kíkja á næsta sölustað YSL og finna sjálf ilminn af Mon Paris. Hann er hreint dásamlegur!

Ætla skilja svo eftir hér að lokum kynningar myndbandið frá Yves Saint Laurent. Getið kynnst aðeins konunni sem Mon Paris er, betur. 

EGGPLANT

EGGPLANT

CELLULAROSE x By Terry

CELLULAROSE x By Terry