Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

SUN CRUISE

SUN CRUISE

Fór í heimsókn til Madison Ilmhús á Aðalstræti núna á dögunum. Hreint og beint elska að koma þarna inn, ilmurinn, útlitið og starfsfólkið eru æðisleg í alla staði. Líður alltaf svo vel að kíkja við, man enn fyrsta skipti sem ég fór að skoða Madison Ilmhús stuttu eftir að búðin opnaði. Keypti mér Ombre Blackstar augnskuggapenna og kinnalit, Margrét sem er By Terry sérfræðingur Madison Ilmhús man enn hvaða lit ég keypti og hlær af mér því hann er alltaf sá fyrsti sem ég skoða í hverri heimsókn aftur og aftur. 

Sun Cruse frá By Terry er sumarlínan fyrir árin 2016. Vörunar eru einstaklega fallegar og litaglaðar. Sumarlínan inniheldur fimm fljótandi eyeliner í mismunandi litum, tvær andlits palettur, þrjá varaliti meðan annars. 

Liner Designer Eyeliner í litunum Ocean Vibes og Blue Fix. Ocean Vibes er fallegur mintu grænn sem er samt aðeins meira útí bláann, mintu blár mætti segja. Mjög fallegur litur og lita mikill "pigentaður". Blue Fix er fagur blár með fíngerðu glimmeri og þar sem hann inniheldur glimmer að þá er hann ekki eins þéttur. Hægt er samt sem áður að byggja Blue Fix upp til að fá þéttari lit eins og myndinni hér fyrir ofan. 

Sun Designer Palette kemur í tveimur mismunandi litum og ég get hreinlega ekki sagt til um hvor er fallegri! Palettan sem þið sjáið hér er í litnum Tan Flash og inniheldur sterka og bjarta liti. Verð að segja að "swatch" myndin sýnir ekki hversu fallegir þessir litir eru í raun og veru. Verðið að skoða þá auglit til auglits. Formúlan er nánast kremuð, hún er svo mjúk og þarf því ekki mikið til að kalla fram fallegann lit á húðinni. Sun Designer palettan er hugsuð fyrir alhliða notkun það er að segja sem fyrir skyggingar, augnskugga eða fyrir það sem ykkur dettur í hug. Allt er leyfilegt í förðun. 

Þeir sem þekkja mig vel og í raun ef þið hafið lesið gamla bloggið mitt, vitiði að ég er venjulega ekki fyrir glansandi varaliti. Sú gerð af varalitum á það til í 99% tilfella að renna til eftir 5min. Ákvað að gefa varalitnum í litnum Rose Boom Bomm tækifæri. Þremur tímum seinna og varaliturinn er enn á! Hann er farinn að dofna en ekki renna til. Áferðin er mjúk og minnir á varasalva, varirnar mínar eru allavega að gefa þessum varalit stórann plús. 

Vona að þið eigið góða helgi. 

e.g. Sun Cruise línan er væntanleg í sölu í næstu viku.

APHRODITE

APHRODITE

GLOW KIT GLEAM

GLOW KIT GLEAM