Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

OTHEREARTHLY

OTHEREARTHLY

Þessi færsla er ekki kostuð, vara keypt af greinahöfundi.

Þetta gerist þegar maður fær MAC PRO kortið í hendurnar og þarf að skottast í Hagkaup Kringlunni. Leggur bílnum á efra bílaplani og röltir í sakleysi sínu fram hjá MAC. Krákan ég var ekki lengi að finna kítl í stórutánni, að eitthvað fallegt og glitrandi væri nálægt. Auðvitað fann ég svo þá afsökun að með MAC PRO korti fæst 20% afsláttur og jájá þið sjáið afleiðingarnar af því hér. 

Þessi dásemd hér fyrir ofan heitir OtherEarthly, er úr nýju Furtue línunni og er limited vara. Highligterinn eins og ég vil meina að hann sé er samt sem áður Mineralize Skinfinish og má nota þessvegna sem púður. Mæli samt með honum sem "multi task" vöru þar sem að hægt er að nota dekksta litinn sem sólarpúður, milli litinn sem kinnalit og að lokum ljósasta sem highlighter. 

Hér sjáiði alla litina staka og svo alla blandaða saman. Sést einstaklega vel hversu auðvelt það væri að nota litina staka sem og blandaða. Mun gera förðun á næstunni með litunum stökum og svo aðra förðum með hann sem highlighter. 

Öll Furture línan í heild sinni er mjög heillandi og ég þurfti að halda virkilega aftur að mér að kaupa ekki meira. Kannski maður kíkji á fleiri vörur seinna. Margar vörurnar úr Future línunni eru nefnilega standard vörur sem verða áfram í sölu. Brúni kinnaliturinn væri fullkominn fyrir ljósa húð sem skyggingarpúður en hann er einmitt mjög ofarlega á óskalistanum mínum. 

e.g. Það voru ekki margir highlitherar eftir þegar ég keypti minn og ef til vill er hann búinn. Um að gera að gá sem fyrst áður en hann selst allveg upp. 

IZZY by RayBan

IZZY by RayBan

OCEAN VIBES

OCEAN VIBES