Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

HVAR HEFURU VERIÐ?

 Gömul mynd síðan í sumar, væri samt ekkert á móti smá sól!

Gömul mynd síðan í sumar, væri samt ekkert á móti smá sól!

Hæ elskurnar. Veit að ég hef ekki verið að standa mig undanfarið í að blogga seinustu tvo mánuði. Ætla ekki einu sinni að reyna afsaka það. Hef bara enganvegin haft löngun fyrir því að mála mig, taka myndir af förðunarvörum eða neinu tengdu því. Látuð það bara vera og höldum áfram með smjörið (borða samt varla smjör!).

Það er samt allveg kominn tími á smá færslu og ég lofa að ég er ekki hætt. Ég fór bara í stuttann dvala. 

Íbúðin mín hefur aftur á mótið fengið mikla athygli undanfarið og hef ég haft gaman að taka til og taka myndir af íbúðinni. Það var alltaf planið að hafa sér förðunarhluta og íbúðarhluta hér á blogginu en ég bara hreinlega kann ekki að skipta blogginu í tvennt, bara kann ekki, nenni ekki. Þar í staðinn munuði bara fá til skiptanna færslur um förðunarvörur, íbúðina, dýrin mín og bara það sem mér dettur í hug. 

En já hvar var ég? Ég var að byrja í nýrri vinnu, hjá KRÍA niðrá Granda og er að dýrka það. Hjólreiðaverslun sem er svo hugguleg í alla staði, mæli með að kíkja við fyrir næsta sumar og skoða hjól (shameless plug).

Þar til næst. 

Iðunn

e.g. lofa að það líði ekki tveir mánuðir þar til næsta færsla kemur!

MY HOME x SHOES & WHERE TO PUT THEM

MY HOME x CRAYON ART