Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MY HOME x CHRISTMAS TREE

MY HOME x CHRISTMAS TREE

Smá jóla, svon aí tilefni þess að það eru jú að koma jól en ekki hvað.

Ég hef ekki verið mikið að skreyta heimilið frá því ég flutti að heiman. Keyptum okkur þetta jólatré bara fyrir um 4 árum þegar ég ætlaði að vera extra heimilisleg og vera búin að setja upp tré og setja ljós áður en Raggi kæmi heim úr vinnu einn daginn. Sá draumur fór ekki lengra en það, að það vantaði grein og ég var að hlaupa út í búð og fá trénu skipt (bara búin að setja helminginn af trénu upp). Fyrsta árið stóð tréð í engu nema ljósum og það var bara mjög kósí. 

Frá því við fluttum í nýju íbúðina þá hef ég verið að reyna bæta aðeins í jólaskrauts safnið hægt og rólega. Safna fallegum kúlum hér og þar, dýrka að fara rétt fyrri jól eða milli jól og nýárs að kaupa kúlur á afslætti! Sumar kúlunar á trénu eru eldri en ég og hafa verið á jólatrénu frá því ég man eftir mér, er bara svo heppin að systir mín vill hafa gull og rautt á sínu tré (þegar hún setur upp sjálf tré) á meðan ég fæ silfrið. 

Já, pökkunum var sérstaklega raðað upp fyrir myndina. Langaði að mixa köldu og heitu þessi jól og voru pakkanir því annað hvort silfur með gullborða og silfur merkimiða eða gull með silfurborða og gull merkimiða. 

 Coco að leika sér undin trénu pre-jólagjafir. #filter

Coco að leika sér undin trénu pre-jólagjafir. #filter

Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan að þá er ekkert sérstaklega jólalegt hjá mér fyrir utan eitt stórt og púffí jólatré (sem er komið með fleiri kúlur frá því myndin var tekin), aðventu krans sem ég gleymi sífelt að kveikja kertunum á og aðventu ljós í eldhúsgluggaum sem ég föndraði fyrir ári síðan. Skal sýna ykkur það seinna. 

Jólatré - Húsasmiðjan

Jólatrésdúkur - PIER

Jólatrés skraut - Héðan og þaðan

Gjafapappír, borði og merkimiðar - IKEA

 

MY HOME x KITCHEN