Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MY HOME x SHOES & WHERE TO PUT THEM

Þessi litla fína mynd sem ég er nokkuð stolt af, var birt í krúttlegri grúppu (skreytum hús) á facebook um daginn þar sem ein spurði hvaðan skóskápurinn væri. Fyndna var að ég þekki stelpuna sem póstaði myndinni en hún hafði tekið screenshot af myndinni og ekki munað hvaðan. 

Var LENGI búin að leita af skóskáp sem myndi passa inn í litlu íbúðina okkar Ragga. Það var ekki fyrr en á rölti um ILVU í desember 2016 sem ég fann hinn fullkomna skáp! Já, ég sagði fullkominn.. Árans skápurinn passaði svo vel inn í rýmið að hálfa væri helling, nema... Skápurinn var uppseldur á þeim tíma, þannig ég beið og beið en að LOKUM varð þessi minn. Svo mikið biðinnar virði. 

Ótrúlegt en satt þá er skápurinn enn í heilu lagi, þar sem ég og systir mín vorum ekki allveg að botna í leiðbeiningunum um hvernig átti að setja skápinn saman og gleymdum víst einhverjum skrúfum og töppum en hey... Hann er enn heill. 

Skápurinn heitir Bright og er enn fáanlegur í ILVA (HÉR) og kostar 29.990.kr. 

Ekki gleyma að fylgja íbúðinni á instagram @idunnjonasar.x.home

MY HOME x KITCHEN

HVAR HEFURU VERIÐ?