Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

CLICK STICK

CLICK STICK

Vinkona mín sýndi mér varalit í byrjun sumars og ég hreinlega missti mig úr spenning. Varaliturinn var nýjung frá By Terry sem átti eftir að koma til Íslands og nú get ég loksins, LOKSINS fengið mesta valkvíða ever! 

Rough-Expert Click Stick eru glænýjir varalitir úr smiðju By Terry og koma í 25 mismunandi litum, sem útskírir kannski valkvíðann. 

Kíkti auðvitað umleið og ég gat í Madison Ilmhús (sem er sölustaður By Terry eins og ég hef margt oft sagt ykkur) til að skoða varalitina betur. Fyrsta valið var rauður en ég kaupi alltaf rauða varliti þegar ég er að prófa nýjar varalitaformúlur. Margrét vinkona sem er að vinna í Madison Ilmhús talaði mig hinsvegar í að kaupa eitthvað annað en rautt. Sé alls ekki eftir því, liturinn sem að ég keypti er hér fyrir neðan í miðjunni no22 sem er bleik, fjólu mauve litur sem er mjög flottur fyrir haustið.

Fór svo einnig í útgáfu/opnunar fagnaðinn fyrir Click Stick varalitina #pickclickstick hjá Madison núna á dögunum og fékk þar að gjöf tvo varaliti til viðbótar no4 sem er fallegur nude bleikur og no24 sem er fagur fjólublár með smá beiku ívafi. Fíla hvernig litur no24 er nánast duo colour á vörum. 

Formúlan á Click Stick varalitunum er þétt og góð, án þess að vera þung á vörnunum. Finnst áferðin vera mjúk og mjög þægileg. Það er pínu lykt af varalitunum en fyrir mér er þetta hin hefðbunda "high end" lykt og ég persónulega fíla lyktina. Góður plús er þú þarft ekki varalitablýant!

Reyni alltaf að hafa það í huga að ef ég þarf mikið af varalitnum þá rennur hann útum allt en með Click Stick þá er ein umferð meira en nóg og rennur ekki til á vörunum yfir daginn. Testaði rauðann varalit úr línunni í Madison Ilmhús og akvað síðan að fara í nokkrar búðir og þeir sem þekkja mig vita, að ég er sí spjallandi og varaliturinn hélst samt sem áður vel á.  

Pakkningarnar eru samt sem áður það sem mér finnst merkilegast við Click Stick vöruna. Click Stick fær nafnið sitt frá því að þú smellir á takka á umbúðunum eins og á t.d. hyljara. Út kemur svo varalitur og þú hreinlega berð svo varalitinn á þig. Mjög umbúðarvæn vara fyrir þau sem eru mikið á ferðinni og alltaf með varalitinn í töskunni. Varaliturinn mun ekki skrúfast sjálfur upp, rekast í lokið og fleiri leiðindi sem ég hef sjálf lennt í til dæmis. 

Ákvað að leifa einni "swatch" mynd að fylgja með í lokin en á myndinni er einungis rennt varalitnum einu sinni niður og ekki meira. Eins og ég skrifaði áðan að þá eru varalitnirnir allir mjög þéttir og þessi mynd sýnir það sannanlega. 

 

IÐUNNBOX UNBOXING september

IÐUNNBOX UNBOXING september

SIMPLE FALL MAKEUP / VIDEO