Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MY HOME x CRAYON ART

Þegar maður hefur eytt svona miklum tíma í að gera drauma heimilið sitt þá megiði bóka að ég muni deila með ykkur endalausum myndum af sama staðnum aftur og aftur næstu árin. 

2012 fór í aðgerð á hné, þetta var aðgerð no2. Í fyrri aðgerðini var lagað rifinn liðþófa en í þessi seinni var tekið bandvefsæxli úr hnénu sem var að valda mér sárum sársauka linnulaust. Við vorum ný flutt í íbúðina okkar í Grafarvogi og áttum ekkert til að gera heimilið okkar að okkar eigin. Enga skrautmuni til að skreyta heimilið með. 

Þar sem ég lá í sófanum fyrstu vikuna eftir aðgerðina, var Pinterest minn besti vinur. Skoðaði endalaust af innblástri af hlutum sem ég gæti reynt að gera sjálf. Sá helling af myndum í þessum stíl þar sem fólt hefði notað mismunandi aðferðir til að bræða vaxliti og gera ú.r því myndir. Pantaði þar á eftir tonn (kannski 200) vaxliti frá Crayola af Amazon.com, kostaði alls ekki mikið og tollurinn var lítill. Strigana keypti ég svo í Söstrene Gröne í Smáralindinni á um 5000kr stk að mig minnir. Striganir eru 40 x 120 á stærð, vildi hafa þá stóra enda var veggplássið okkar gamla endalaust! Var þvílíkt ánægð að hafa geta notað myndina svo í nýju íbúðinni, gaman að henda inn lit hér og þar, þar sem að allir (nánast) eru hvítir. 

Það sem þarf.

 1. Vaxlitir.
 2. Strigi
 3. Lím (ekki stifti)
 4. Hárblásari
 5. Máling ef þið viljið mála auka mynd með. 

Aðferð. 

 1. Sortera þá liti sem þú vilt nota
 2. Ákveða sirka hvernig vaxlitinir raðast. 
 3. Líma með límbyssu hvern vaxlit fyrir sig, minnir að ég hafi reyndar bara notað UHU lím í túpu. 
 4. Kveikja á hárblásarnum og hita litina, það tekur vaxlitina smá tíma að hitna en um leið og það gerist þá fer allt á fullt. 
 5. Stoppa þegar þú ert sáttur með verkið.
 6. Mála litla mynd (val), ég málaði lítið par með regnhlíf sem er að skýla sér fyrir regnboga regninu. 

Ég raðaði litunum að mestu leiti eftir litahringnum, gæti ekki verið ánægðari með hreyfinguna sem það gaf myndinni. 

 

HVAR HEFURU VERIÐ?

ROSE BOOM BOOM