Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

BEAUTY KILLER

BEAUTY KILLER

Var búin að vera spá í að kaupa þessa palettu í nokkra mánuði og lét svo loksins undan suðinu í sjálfri mér. Palettan heitir Beauty Killer og er frá Jeffree Star Cosmetics. 

Sko, efri línan af augnskuggunum er flott en sú neðri er á allt öðru leveli. Augnskugganir eru allir mjög mjúkir og lit sterkir en sumir litinir voru bara ekki að virka eins vel á hendinni minni og aðrir. Held að þeir munu virka samt mjög vel á augunum. 

Hef prófað nokkra af litunum nú þegar á vinkonu mína sem kom í förðun um daginn, gerðum nánast kolsvart smokey á hana. Litinir voru svo fáranlega auðveldir í notkunn og það þurfti svo lítið af þeim til að ná fram sterkum lit. 

Þessir fimm litir kalla nafn mitt aftur og aftur. Black Rainbow sem er svarti liturinn er svo svartasti sem ég hef nokkurn tíman kynnst! dekkri og svartari en Corrupt frá Makeup Geek og þá er mikið sagt. 

Getið skoðað palettuna á Jeffreestar.com, palettan kostaði 45$usa plús 10$usa í sendingarkostnað. 

ROSE BOOM BOOM

MY HOME x LIVING ROOM