Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MY HOME x LIVING ROOM

Langar að sýna ykkur nokkrar myndir af heimilinu. Svo langt síðan ég hef bloggað um eitthvað annað en snyrtivörur. Fannst kominn tími á smá tilbreytingu. 

Myndin sem þið sjáið hér fyrir ofan er af borðstofunni hjá okkur, Ragga. Lofa ykkur því að borðið er ekki svona fínt meðan ég er að skrifa þessa færslu! Förðunardót útum allt...

Bæði borðið og stólanir eru frá Ego Dekor. Ég keypti minni stæðina af borðinu en það er um 1,6m x 1,2m  en stækkanlegt í 2,2m að mig minnir. Hef mjög sjaldan þurft að stækka það, enda er borðið mjög rúmgott. Þetta borðstofuborð keypti ég, næstum einu og hálfu ári áður en við fluttum inn. Fannst það svo fullkomið við þá hugmynd sem við (meina ég) höfðum. Minnir að ég hafi séð þessi borð enn í sölu hjá Ego Dekor í nokkrum mismunandi litum. 

Á borðinu er kertasjaki sem ég fékk í gjöf frá mömmu en hann er úr Ilvu og svo fengum við Raggi litla krúttlega saltsteininn í innfluttnings gjöf. 

Myndin fyrir ofan borðstofuborðið er eftir mig, keypti fullann kassa af vaxlitum af Amazon.com og límdi á striga. Hitaði svo vaxlitina með hárblásarnum mínum, þetta er eiginlega eina vinnan sem að grey hárblásarinn minn hefur unnið frá kaupum. Passið bara að líma niður plast útum alla íbúð ef þið ætlið að endugera svona mynd! Ég eyddi meiri tíma að hita flísanar í gömlu íbúðinni til að ná vaxlitnum af gólfinu en gera myndina sjálfa. 

Hvernig finnst ykkur að fá nokkrar svona færslur af og til? Kynnast aðeins meira manneskjunni hinu megin við skjáinn. 

BEAUTY KILLER

BEAUTY KILLER

GALAXY GLAM CLOVN

GALAXY GLAM CLOVN