Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

MY HOME x KITCHEN

Sko, eldhúsið ég var á barmi taugaáfalls á tímabili útaf eldhúsinu okkar. Ef það klikkaði eitthvað þá var það á meðan eldhúsið var í byggingu. Það komu vitlausar einingar í innréttingunni og það þurfti að fá smið til að saga og leiðrétta. Svo kom borðplatan í rangri stærð, sem var svo sem í lagi. Eyjan varð bara stærri en hún átti að vera, mjög þægilegt og ég fékk bara meira borðpláss. 

Drauma eldhúsið hefur alltaf verið að skápanir ná til lofts, sem var frekar fyndið þar sem að í fyrstu íbúðinni okkar var lofthæðin frá 3-6metrar og því var allveg útilokað að eldhúsdraumurinn hefði ræst þar. Eyddi LANG mestum tíma í að hanna eldhúsið og skoða hina og þessa staði, sem gætu hjálpað mér að láta drauminn rætast. 

HTH var einn af þeim stöðum sem nenntu að hlusta á þessa kreisí stelpu sem hafði sínar eigin hugmyndir. Held að ég hafi farið svona 20 sinnum bara að skoða innréttingar og spyrja og spökulera hjá HTH. Auðvitað valdi ég ekki auðveldustu innréttinguna og urðum við nánast að láta sér sníða allt útaf sérstökum málum í eldhúsinu. Sem kom samt allveg út á sama verði og við bjuggumst við.

Verð að hrósa konunni sem sá um allt ferlið hjá okkur hjá HTH, hún reddaði öllu þegar það komu vitlausar einingar!

Þar sem annar veggurinn við gluggann er 40cm (5cm hinu megin, þar sem þið sjáíð ekki), gátum við sett stóra innréttingu á þann vegg með því að fiffa innréttinguna örlítið (mikið). Þrír af skápunum eru í eðlilegri 60x60cm en skápurinn næst glugganum er ekki nema 40cm djúpur. Til að brjóta innréttinguna aðeins upp, settum við vínrekka á milli 60cm og 40cm skápanna, Vínrekkinn er reyndar bara meiri uppskriftabókahilla en lookar samt sem áður vel. 

Eyjan, sem sést aðeins í á efstu myndinni, er með "waterfall" borðplötu sem nær niðrá gólf. Fór aðeins á einn stað í að skoða borðplötur og féll fyrir þessari um leið. Fríform er með gott úrval af fallegum plötum sem hægt er að sérpanta eftir stærð. Þeir komu og mældu innréttingu til að allt væri tip topp. Boðrplatan er plöstuð en virkar samt sem áður ein og gegnheill steinn sem er algjör draumur fyrir eina sem var aðeins að reyna spara. 

Gæti ekki verið ánægðari með eldhúsið mitt! Allt er nákvæmlega eins og mig dreymdi um, þrátt fyrir smá vesen. 

Eldhús innrétting - HTH

Borðplata - Fríform

Höldur - (man ekki)

Eldavél og bakaraofn - Ormsson

Eldhús rúlluhaldari - ILVA

Salt skál - Iittala

Blóm útí glugga + vasi - IKEA

 

MY HOME x CHRISTMAS TREE

MY HOME x CHRISTMAS TREE

MY HOME x SHOES & WHERE TO PUT THEM