Hæ.

Velkomin á bloggið mitt. Hér er fjallað um heimilið, förðun, lífið og fleira.                                             Eigið góðann dag!

GOLD MELT

GOLD MELT

Ég fékk þá löngun í gær að gera eitt stykki Halloween förðun. Vissi enganvegin hvað yrði fyrir valinu, byrjaði bara að setja á mig hvítasta farðann sem ég á og út frá því varð höfuðkúpa. Gull sprengd höfuðkúpa. 

Þetta er í annað skipti sem ég reyni að gera höfuðkúpu, hin tilraunin er því miður á netinu ennþá en finnst varla vert að telja þá tilraun með.  Fékk hugmyndina af gullinu eftir að horfa á myndband hjá Desi Perkins en þar gerði hún hálft andlitið í "glam" förðun og eins og húðin væri að leka af henni. Mundi þá eftir gull pigmentinu og glossinu frá Pat McGrath og blandaði saman. Þið getið nota hvaða glæra gloss sem er og gull pigment, veit að Pat McGrath vörunar eru nánast uppseldar úti. 

Vá hvað ég var ánægð með þessa förðun, er í mega stuði til að reyna aftur einhverja förðun á morgun. Mun eins og í kvöld ekki taka förðunina upp í myndbandsformi útaf veðri. 

Ég notaði bara vörur sem ég átti til heima, beisik förðunarvörur og enga SFX förðunarvörur. 

/Product List

GALAXY GLAM CLOVN

GALAXY GLAM CLOVN

JUST A LITTLE INSTAGRAM